Neytendur (þ.e.a.s. einstaklingar sem versla í vefverslun Kara Rugs) eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir versla í vefverslun Kara Rugs, www.kararugs.is. Um notkun vefsíðu og vefverslunar Kara Rugs gilda skilmálar þessir. Með því að nota vefsíðu og vefverslun Kara Rugs samþykkir og viðurkennir neytandi að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma.
Ánægja viðskiptavina:
Það skiptir okkur miklu máli að viðskiptavinir okkar séu ánægðir. Ef það er eitthvað sem neytndur eru óánægðir með ekki hika við að hafa samband við okkur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að leysa vandamálið eins fljótt og hægt er. Við viljum veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og persónuelga þjónustu.
Kara Rugs, kt. 680794-2199, er staðsett að Askalind 4.
Kara Rugs áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum þessum án fyrirvara.
Hægt er að inna greiðslu af hendi í vefverslun með greiðslukorti eða Netgíró Kara Rugs er eigandi vörunnar þar til andvirði hennar er að fullu greitt.
Netgíró býður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Til að greiða með Netgíró þarftu að vera með virkan aðgang, hægt er að nýskrá sig á vefsíði Netgíró. Þegar þú greiðir með Netgíró þarftu aðeins að slá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur vegna kaupanna kemur í heimabankann með gjalddaga eftir 14 daga og er hann vaxtalaus. Einnig býður Netgíró upp á raðgreiðslur vegna vörukaupa og er mögulegt að dreifa því á 2-12 mánuði (fer eftir upphæð kaupanna). Lágmarkskaup fyrir raðgreiðslur er 15.000 kr.
Þegar neytandi verslar í vefverslun Kara Rugs er hægt að velja á milli þess að sækja í verslun á Þriðjudögum, miðvikudögum eða fimmtudögum milli kl 12-17 eða fá pöntunina senda.
Afhendingartími er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim til kaupanda á höfuðborgarsvæðinu með TVG Xpress, viðkomandi fær tilkynningu áður en sendingin kemur.
Sendingartími er þó mismunandi eftir því hvar neytandi býr, valinni sendingarleið ásamt því að hátíðabundið álag getur haft áhrif á þennan tíma.
Heimsending er einungis í boði innanlands.
Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent neytanda. Kvittun fyrir vöru kaupunum þarf að fylgja með frá neytanda. Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af neytanda. Neytandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi. Hafa þarf samband við Kara Rugs í gegnum tölvupóst kararugs@gmail.com ef skila á vöru.
Neytandinn þarf að tilkynna ákvörðun sína um að hætta við kaup til Kara Rugs með sannanlegum hætti og áður en fresturinn til að falla frá kaupum rennur út. Það er neytandans að sanna að hann hafi tilkynnt Kara Rugs að hann vilji hætta við kaupin og því er best að gera það með skriflegum hætti í gegnum tölvupóst kararugs@gmail.com.
Ef neytandi kaupir gallaða(r) vöru(r) í vefverslun Kara Rugs er boðið upp á viðgerð, nýja(r) vöru(r), afslátt eða endurgreiðslu kaupverðs. Það fer eftir atvikum og eðli gallans hvaða leið er valin hverju sinni. Um rétt neytanda, þ.e.a.s. einstaklingar sem versla í vefverslun Kara Rugs, eigi í þágu atvinnurekstrar, vegna galla vísast til laga um neytendakaup. Varðandi rétt fyrirtækja og einstaklinga sem versla í vefverslun Kara Rugs í þágu atvinnurekstrar vísast til laga um lausafjárkaup.
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjaness. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nú nr. 77/2000), ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.