Sýningarrými Askalind 4 opið Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 12-17
Sýningarrými Askalind 4 opið Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 12-17
Hjónin Edin og Lina stofnuðu Dusty Deco fyrir 10 árum síðan þar sem þau byrjuðu á því að kaupa gamla hluti á antik-mörkuðum um alla evrópu og síðar Ameríku. Þau seldu þessar vörur fyrst í verslun sinni í Gautaborg og seinna einnig í Stokkhólmi. Reksturinn vatt upp á sig og í dag hanna þau sína eigin línu með fallegum skrautmunum, húsgögnum og mottum. Höfuðstöðvar Dusty Deco eru á eyjunni Mallorca þar sem þau taka á móti gestum og gangandi í stóru sýningarými í Palma.