GARDÍNUR
Fallegar gardínur, þunnar og elegant. Með wave borða og meira en 100% rykkingu. Gardínurnar okkar eru sérsaumaðar að þinni lengd og koma í fjórum stöðluðum breiddum. Við bjóðum upp á tvö mismunandi efni og nokkra liti. Allar pantarnir fara fram í gegnum heimasíðu okkar og málin sér viðskiptavinurinn um sjálfur.
Hægt er að skoða og nálgast prufur af efnum og litum í sýningarými okkar Askalind 4.
Hér að neðan má sjá allar helstu leiðbeiningar.
Svona mælir þú lengd
Við hjá Kara Rugs viljum gera þetta einfalt, mikilvægt er að vera ekki sparsamur á efni. Sama hvort eigi að hengja braut í loftið eða á vegginn á efnið að falla vel við gólfið. Hafa þarf í huga þegar mælt er fyrir gardínum að taka 3-4 mælingar eða jafnvel fleiri, sérstaklega ef glugginn eða flöturinn er stór. Gólf geta verið ójöfn og því mikilvægt að vita hvar stysti
punktur er svo gardínan verði ekki of löng.
Gardínubraut í loft
Mælið lofthæð, hafa þarf í huga að draga svo frá breidd brautar sem gardínan hangir á.
Ef gardína á að svífa yfir gólfinu þá er breidd brautar og 1,5-2 cm dreginn frá lofthæð. Misjafn er smekkur allra og fer það eftir hversu langt yfir gólfi þú vilt að gardínan svífi. Einnig má gera ráð fyrir að úr setjist aðeins með tímanum þegar það hengur.
Ef gardínan á að snerta gólfið þá er breidd brautar dregin frá lofthæð og bætt svo við einum cm við lofthæð.
Gardínubraut í vegg
Mælið hæð frá neðri kanti brautar og dragið frá 1,5 cm ef gardínan á að svífa rétt yfir gólfi.
Ef gardínan á að snerta gólf þá þarf að mæla hæð frá neðri kanti brautar og bæta svo við einum sentimetra við.
Algengar spurningar um lengd á gardínum
Hvaða lengd á maður að hafa á gardínum?
Sama hvort eigi að hengja braut í loftið eða á vegginn er mikilvægt að efnið falli vel við gólfið en svífi ekki langt yfir því. Einnig er gott að hafa í huga að efni eru náttúruleg og dragast saman og gefa eftir eftir hitastigi utanhús og inni. Gott er að hafa í huga að hugsanlega þurfi að bæta við cm á lengd vilji maður að gardínan sé niður í gólf eða draga frá cm á lengd vilji maður að gardínan svífi yfir gólfinu. Þetta er að sjálfsögðu smekksatriði
Ég vil að gardínurnar mínar falli rétt við gólfið (svífi yfir), hvernig á ég að mæla?
Ef þú vilt ekki að gardínan falli létt við gólfið heldur nemi rétt við eða fyrir ofan gólfið þá dregur þú fyrst breidd brautar frá lofthæð og svo extra 1 cm frá stysta punkti þar sem þú mælir lengdina.
Svona mælir þú breidd
Við hjá Kara Rugs hugsum gardínur þannig að við viljum gera þetta einfalt, fyrir okkur þýðir það staðlaðar breiddir og vera ekki sparsamur á efnið svo það myndist fallegar sveigjur(wave) eða að efnið falli vel við gólfið. Gardínurnar eru sérsaumaðar eftir þínum málum á lengdina og hægt er að velja á milli fjögurra staðlaða breidda.
Breidd 150 cm efnið er 150 cm a breidd og þekur mest útdregið 50 cm en dregið til hliðar þekur það um það bil 25 cm.
Breidd 300 cm efnið eru 300 cm á breidd en útdregið þekur það mest 105 cm og dregið til hliðar þekur það um það bil 45-50 cm.
Breidd 500 cm efnið er 500 cm á breidd en útdregið þekur það mest 160 cm en dregið til hliðar þekur það um það bil 60 cm.
Breidd 600 cm eru 600 cm á breidd útdregið þekur það 210 cm og til hliðar þekur það um það bil 60-65 cm.
Label
HEADING
Label
HEADING
Algengar spurningar um breidd á gardínum?
Getur maður sett saman mismunandi breiddir við sama gluggan?
Já auðvitað!
Það er mjög eðlilegt að púsla saman breiddum til að láta gardínur passa saman og flæða rétt. Eða ef það er minni vegg partur öðru megin þá er það mun náttúrulegra að mixa saman breiddum.
SVONA HENGIR ÞÚ UPP
Hér eru okkar bestu tips um það hvernig er best að hengja upp gardínurnar.
Við viljum að það sé eins einfalt og þæginlegt þegar keyptar eru sérsaumaðar gardínur frá okkur. Við
höfum því gert ferlið eins auðvelt og hægt er og þegar gardínurnar koma til þín þá tekur þú þær
einfaldlega upp og hengir upp á gardínu brautina. Þú byrjar frá endanum á gardínubrautinni og setur fyrsta krókin inn í brautina og svo raðar þú þeim hver á eftir öðrum þar til öll gardínan er komin upp.
Til þess að gardínan sé sem fallegust er gott ráð að gufa gardínurnar og þá sérstaklega efst við
brautina þar sem að það geta komið brot í svegjurnar (wave borðan) þegar gardínan er brotin saman eftir saum og í
flutningi. Gufa svo niður frá braut að gólfi þar til gardínan er slétt og fín. Síðasta tips er svo að spreyja lín vatni „linne vatten“ á gardínurnar þínar sem gefur gardínunum góða og
nýþvegna lykt og tilfinningu.
Gott er að hafa í huga að það getur tekið upp undir tvær vikur fyrir gardínur að setjast alveg þegar þær hafa verið hengdar upp.
Label
HEADING
Label