Að finna rétta stærð af mottu

Það er engin rétt eða röng leið þegar kemur að vali á stærð á mottu. En við höfum tekið saman nokkra punkta sem gott er að hafa í huga þegar kemur að því að velja sér rétta stærð inn á heimilið. 

Það getur verið mjög gott að nota límband á gólfið þar sem mottan á að fara til þess að hjálpa sér að sjá fyrir rétta stærð á mottu fyrir rýmið.

Motta sett á miðjuna

Þegar um minni rými er að ræða er fallegt að miðja mottuna á milli sófa, sjónvarps og stóla. Þá leikur rými um allar hliðar mottunar. Stærri motta hjálpar rýminu að sýnast stærra og rammar inn herbergið og lætur húsgögnin njóta sín betur. 

Húsgögn að hluta á og af

Þegar herbergið er aðeins stærra þá er fallegt að hafa mottuna það stóra að sófinn fari aðeins inn á mottuna, borð og stólar líka. Hægt er að leika sér með húsgögnin í kringum mottuna en það er gott að hafa í huga er að láta ekki koma bil á milli sófans og mottunnar.

Húsgögn öll á mottu

Ef nóg er af plássi þá er mjög fallegt og grand að velja stóra mottu og raða þá húsgögnum inn á mottuna alla. 

Motta í svefnherbergið

Þegar motta er valin í svefnherbergið þá er um nokkra valmöguleika að ræða. Ef rúmið er um 180x200cm breitt þá kemur best út að hafa mottuna ca 200x300 eða stærri. Mottan er þá staðsett aðeins frá náttborðum og vegg og liggur þá fullkomlega í kringum rúmið þegar stigið er úr rúmminu og labbað í kringum það. Ef minni motta er valin eins og td 160x235 þá er mottan staðsett neðar og liggur hún mest við fótagaflinn.

Motta við borðstofuborð

Það sem skiptir mestu máli þegar valin er motta undir borð er að hafa næginlega mikið pláss fyrir stólana í kringum borðið. Við mælum með 50-70 cm þegar stólarnir eru dregnir út til þess að setjast í þá svo þeir séu ekki alltaf að festast í endanum á mottunni.