desember 22, 2022 1 mínútur að lesa

Okkur þykir gaman að gefa innblástur og aðstoða með hluti sem príða heimilið, höfum við því tekið saman þrjár leiðir til að stílisera teppi. Við erum alveg sammála stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og eru mottur það sem við erum með á gólfum og teppi mjúk falleg ábreiða, saumuð, ofin eða prjónuð til að leggja yfir okkur í sófanum eða við leggjum á sófann. Eins og áður hefur komið fram er ekkert rétt eða rangt í hvernig maður stíliserar heimilið en hér koma nokkrar hugmyndir.

Fallegt er að leggja teppi afslappað á tungu sófans eða í sófann. Önnur leið er svo að leggja teppið slétt yfir part af sófanum og jafnvel púða yfir eða slétt yfir arm sófans. Svo er auðvitað hægt að leggja teppið afslappað á frístandandi hægindastól. Meðfylgjandi myndir sýna nokkrar útfærslur.

Teppi stíliserað afslappað á tungu eða sófa

Teppi lagt afslappað á sófa eða tungu sófa. 

Teppi lagt yfir bak og sessu sófans og jafnvel púði ofaná.

Teppi lagt yfir arm sófans eða hægindastól.