Um Okkur
Kara Rugs var stofnað árið 2018 af Óla og Sibbu sem höfðu búið á all nokkrum stöðum í heiminum. Síðustu 3 árin bjuggum við í Tyrklandi þar sem við heilluðumst ekki aðeins af þessu stóra landi og þjóð heldur einnig menningu og mottum.
Þegar kom að því að halda heim á leið þá langaði okkur að taka með heim eitthvað einstakt handverk til minningar um veru okkar í Tyrklandi. Fyrir valinu urðu fallegar handofnar mottur sem við völdum að kostgæfni hjá rótgrónu fyrirtæki sem höndlað hefur með mottur og teppi mann fram af manni. Motturnar okkar vöktu athygli vina og vandamanna. Margir höfðu áhuga á að eignast mottu. Úr varð litla fjölskyldufyrirtækið Kara Rugs.
Við bjóðum upp á hand- og vélofnar mottur, ásamt tyrkneskum handklæðum og er í býgerð að auka við vöruúrval okkar en frekar.