- : Uppselt
Nýtt! Jute Stripes Natural Jute
Lýsing
RÖNDÓTT MOTTA ÚR ÓMEÐHÖNDLUÐU JUTE
Falleg og klassísk röndótt motta í tón-í-tón litum, handofin úr ómeðhöndluðu jute. Stripes Natural Jute er slétt motta með kögri á styttri hliðunum. Hægt er snúa mottunni, sem gerir það að verkum að hægt er að nota báðar hliðar og lengir það líftíma mottunnar. Tímaleysa hönnunarinnar gerir hana að klassísku vali fyrir heimilið.
-
Efni (ofið): Jute
-
Efni (undirstaða): Jute
-
Stærð: Þar sem mottan er handgerð geta verið frávik í stærð upp á +/- 5%
-
Þykkt: 1,3 cm
-
Snúanleg: Já
-
Notkunarsvæði: Svefnherbergi, stofa, eldhús, gangur, barnaherbergi
Care & Fair er stofnun sem styður við handverksmenn og hvetur til menntunar og að vinnan sé unni við góðar aðstæður og lágmarkslaun borguð. Að hafa Care & Fair vottun segir einnig til um að fyrirtæki hafi úthlutað pening til fjölskyldna í mottu og vefnaðar iðnaðnum. Peningurinn fer til barna og passar að hægt sé að setja upp almenna skóla og læknisaðstoð.
Umhirða:
Ryksuga reglulega í sömu átt og vefnaðurinn án bursta eða með flötum bursta. Best er að ryksuga á lágum styrk eða með sérstaka mottu styllingu það ber að varast að ryksuga kanta mottunar eða kögur því þá er áhætta að þeir/það skemmist.
Þegar átt er við bletti þá er mikilvægast ef um blautan blett er að ræða að ná upp bleytuna fyrst með þurrum eldhúspappír. Þá er tekin litlaus klútur og mild litlaus sápa og dempað á blettnum, ekki nudda heldur endurtaka aftur þar til bletturinn er farinn. Classic Collection mælir aðeins með að fagaðili hreinsi erfiða bletti og heilhreinsun á mottum. Jute mottur má ekki þvo í vél né efnahreinsun.
Aðrar upplýsingar
-
Aðeins ætlað til notkunar innandyra. Beint sólarljós getur valdið litabreytingum.
-
Ekki brjóta mottuna saman, þar sem trefjarnar geta skemmst varanlega.
-
Klipptu lausar trefjar eða kögur með skærum – aldrei toga í þær.
-
Nýjar mottur geta haft létta lykt frá efninu eða framleiðsluferlinu, sem hverfur með tímanum. Lyktin minnkar hraðar með því að lofta mottunni í vel loftræstu rými.