Mottan River Beige

Size

Beige lituð motta með munstri sem er hærra en ofin botn hennar.

Mottan River beige er handofin úr meðhöndlaðri bómull og kemur í stærðinni 170x230 og hægt að panta í 200x300. Mottan er með munstri sem er hærra en ofin botn hennar, það sakapar nýtískulegan og afslappaðan stíl.

Efni: 100% meðhöndluð bómull

Stærð: Þar sem motturnar eru handgerðar er stærðarfrávik um það bil +/- 5%

Þykkt vefnaðar: 2cm

Vottoun: Care & fair

Care & Fair er stofnun sem styður við handverksmenn og hvetur til menntunar og að vinnan sé unni við góðar aðstæður og lágmarkslaun borguð. Að hafa Care & Fair vottun segir einnig til um að fyrirtæki hafi úthlutað pening til fjölskyldna í mottu og vefnaðar iðnaðnum. Peningurinn fer til barna og passar að hægt sé að setja upp almenna skóla og læknisaðstoð.

 

Umhirða:

Ryksuga reglulega í sömu átt og vefnaðurinn, flatur bursti.

Best er að fjarlægja bletti um leið, blauta bletti er best að ná strax upp með eldhúsrúllu og svo vinna í þeim. Þurra bletti þarf að skrapa varlega úr efninu og hreinsa svo með litlausum klút og mildri litlausri sápu. Best er að nudda ekki mikið í blettin heldur vinna sig hægt og rólega með endurtekningum í gegnum blettinn.
Classic Collection mælir aðeins með hreinsun fagaðila.

Snúið mottunni
Snúið mottunni reglulega svo hún umgegnin verði jöfn. Forðist að setja mottuna þar sem sól skýn beint á hana.