Mottu Umhirða

7. nóv. 2022 Kara Rugs
Mottu Umhirða

UMHIRÐA

Til að mottan endist sem best er mikilvægt að hirða vel um hana og á réttan hátt. Vel hirt motta endist og er fallegri lengur. Við höfum skipt umhirðunni niður eftir tegundum og mælum við með að viðskiptavinir kynni sér vel hvernig best er að hirða um þá mottu sem þeir velja.

 

VÉLAOFNAR MOTTUR

Viscose
Ryksuga reglulega, með bursta á lægstu stillingu. Best er að þerra óhreinindi með eldhúspappír áður en bletturinn er meðhöndlaður á annan hátt. Þvo blettinn með mildri sápu og mjúkum litlausum klút, strjúka varlega í þá átt sem vefnaðurinn liggur. Prófa sig svo áfram og vinna sig rólega í gegnum blettinn. Hægt er að nota blettasprey ef um er að ræða erfiða bletti en forðast að nota bleikiefni. Mælt er með hreinsun af fagaðila. 
Bambus og Polyester- Bambus og acril
Ryksuga reglulega með bursta á lægstu stillingu. Blettahreinsa með mildri sápu og mjúkum litlausum klút. Gott er að snúa mottunni af og til svo ekki myndist djúp för í mottunni eftir húsgögn. Mælt er með hreinsun fagaðila.

TYRKNESKAR VINTAGE MOTTUR

Ryksuga reglulega með bursta á lægstu stillingu. Best er að þerra óhreinindi með eldhúspappír áður en bletturinn er meðhöndlaður á annan hátt. Þvo blettinn með mildri sápu og mjúkum klút. Mælt er með hreinsun fagaðila.

CLASSIC COLLECTION

Classic Collection mottur eru handofnar í vefstólum, hver og ein, eftir ævagömlum hefðum á Indlandi. Engar vélar koma þar við sögu. Hver motta er einstök.  

Með tímanum geta stuttir lausir þræðir komið upp úr mottunni sem auðvelt er að klippa eða einfaldlega nota nál og stinga honum aftur niður á bakhliðina. Litbrigði geta líka verið á milli motta þar sem litirnir eru blandaðir í höndum. Þessi breytileiki á lit er eðlilegur, en samt sem áður er allt gert sem hægt er til að gera hann sem minnstan. Stærð mottanna getur verið breytileg um 4% frá uppgefinni stærð. Þetta er eðlilegt þar sem mottan eru handgerð. 

Hver motta getur verið með smávægileg frávik á mynstri, lit og stærð þar sem hver motta er handgerð. Þessi frávik eru það sem gerir mottur frá Classic Collection persónulegar og einstakar. Skapar hver motta vinnu og hjálpar til við að halda lífi í gömlum hefðum. Motturnar eru vottaðar af Care & Fair.

Nánari umhirða á hverri mottu fyrir sig má finna í lýsingu á hverri mottu og mælum við með því að viðskiptavinir kynni sér það vel.