Heima hjá

Hildur Rut
  • Kara Rugs
  • 0
Hildur Rut
Hildur Rut Ingimarsdóttir er bloggari á Trendnet og samfélagsmiðlafulltrúi hjá S4S. Hildur Rut heldur úti skemmtilegu matarbloggi á Trendnet og setur reglulega inn gómstætar uppskriftir og skemmtilega pósta um heimilið. Við kíktum til hennar síðsumars og mátuðum nokkrar mottur saman og fundum hina einu réttu fyrir þeirra stofu. Hildur er mikill fagurkeri og sagði okkur að þannig hafi það verið frá því hún byrjaði að búa, óbilandi áhuga á fallegum hlutum enda elskar hún að nostra við heimilið. Fjölskyldan býr í nýlegu húsi í Kópavoginum og höfðu lengi verið að leita að réttu mottunni fyrir þeirra stofu. Við dökkgráan sófa og svart sófaborð langaði þeim að fá léttara yfirbragð á stofuna og fannst það tilvalið með ljósri mottu.  Motturnar frá Kara rugs vöktu strax athygli hjá Hildi og eins og sést á myndunum þá smellpassar mottan í stofuna. Mér fannst stofan taka miklum breytingum við það að fá þessa fallegu mottu en ég valdi ljósa Copenhagen bómulla mottu því mér fannst mynstrið svo einstaklega fallegt og fara vel við mína hluti. Til setja punktinn yfir i-ið fékk ég mér teppi og púða í ljósum lit. Það er alveg magnað hvað motta, teppi og púðar geta breytt miklu í stofunni. Á óskalistanum hjá Hildi er núna dyramottan Arch eða Curve beige. 
Agnes Björgvins
  • Kara Rugs
  • 0
Agnes Björgvins
Agnes Björgvinsdóttir er grunnskólakennari og förðunarfræðingur að mennt en starfar ekki við það í dag. Hún og kærastinn hennar eiga og reka saman litla vefverslun sem selur lífstílsvörur, Blank Reykjavík.  Við fluttum inn í íbúðina okkar í janúar á þessu ári eftir að hafa verið að leita okkur af íbúð í rúmt hálft ár. Við vorum ekki lengi að ákveða að þessi íbúð hentaði okkar þar sem íbúðin er mjög björt, vel skipulögð og það þurfti lítið að gera annað en að mála. Við máluðum alla íbúðina þegar við fluttum inn í samstarfi við Slippfélagið en ég var að leitast eftir mjúkum og hlýjum litum sem myndu faðma þig þegar þú kæmir inn. Það skiptir mig mjög miklu máli að hafa huggulegt í kringum mig og málning spilar stórt hlutverk í þeirri stemningu. Við máluðum veggi og loft í ¼ Truffla og ég hef aldrei séð eftir því vali. Liturinn er mjög breytilegur eftir birtu en alltaf svo hlýr án þess samt að verða gulur eða grár og fer vel með húsgögnunum okkar.  Foreldrar mínir eiga mottu frá Kararugs og mig var búið að dreyma lengi um að eignast mína eigin. Ég var hins vegar með valkvíða hvaða mottu ég ætti að velja áður en við keyptum íbúðina enda hver annarri fallegri og það hjálpar alls ekki við valið.  Ég hef séð mottur gjörbreyta rýmum og gera þau svo miklu huggulegri og svo er kostur hvað þær hljóðdempa. Það var ómetanlegt að fá aðstoð heim og geta mátað motturnar og gott dæmi um það er að mottan sem mig langaði upphaflega í endaði ég á að máta ekki einu sinni. Mottan sem varð fyrir valinu heitir Copenhagen Beige og er fullkominn litur og áferð inn í rýmið. Stofan okkar er með stórum glugga svo það kemur mikil birta inn og öll húsgögnin okkar ljós, mottan dempar því aðeins stemminguna og gerir hana enn huggulegri. Það sem ég tók líka eftir er að liturinn á mottunni smitar einhvernvegin út frá sér og gráa parketið sem mér leist ekkert á þegar við fluttum inn er allt í einu orðið hlýlegra.   Agnes segir að óskalistinn hjá Kara Rugs sé nú bara orðin stærri eftir að hafa byrjað á að fá sér eina mottu. Agnesi langar að fá sér Púðaverið Copenhagen white í sófann og teppi eins langar hana í Key beige dyramottuna og ekki má gleyma að Arch white væri dásamleg í barnaherbergið.

Gardínu - Svona mælir þú: Lengd

Við hjá Kara Rugs viljum gera þetta einfalt, mikilvægt er að vera ekki sparsamur á efni. Sama hvort eigi að hengja braut í loftið eða á vegginn á efnið að falla vel við gólfið. Hafa þarf í huga þegar mælt er fyrir gardínum að taka 3-4 mælingar eða jafnvel fleiri, sérstaklega ef glugginn eða flöturinn er stór. Gólf geta verið ójöfn og því mikilvægt að vita hvar stysti
punktur er svo gardínan verði ekki of löng.

Gardínubraut í loft

Mælið lofthæð, hafa þarf í huga að draga svo frá breidd brautar sem gardínan hangir á.

Ef gardína á að svífa yfir gólfinu þá er breidd brautar og 1,5-2 cm dreginn frá lofthæð. Misjafn er smekkur allra og fer það eftir hversu langt yfir gólfi þú vilt að gardínan svífi. Einnig má gera ráð fyrir því að efnið setjist aðeins með tímanum þegar það hengur.

Ef Gardínan á að snerta gólfið þá er breidd brautar dregin frá lofthæð og bætt svo við einum cm við lofthæð.

Gardínubraut í vegg

Gardínubraut í vegg

Mælið hæð frá neðri kanti brautar og dragið frá 1,5 cm ef gardínan á að svífa rétt yfir gólfi.

Ef gardínan á að snerta gólf þá þarf að mæla hæð frá neðri kanti brautar og bæta svo við einum sentimetra við.

Algengar spurningar um lengd á gardínum

Hvaða lengd á maður að hafa á gardínum?

Sama hvort eigi að hengja braut í loftið eða á vegginn er mikilvægt að efnið falli vel við gólfið en svífi ekki langt yfir því. Einnig er gott að hafa í huga að efni eru náttúruleg og dragast saman og gefa eftir eftir hitastigi utanhús og inni. Gott er að hafa í huga að hugsanlega þurfi að bæta við cm á lengd vilji maður að gardínan sé niður í gólf eða draga frá cm á lengd vilji maður að gardínan svífi yfir gólfinu. Þetta er að sjálfsögðu smekksatriði

Ég vil að gardínurnar mínar falli rétt við gólfið (svífi yfir), hvernig á ég að mæla?

Ef þú vilt ekki að gardínan falli létt við gólfið heldur nemi rétt við eða fyrir ofan gólfið þá dregur þú fyrst breidd brautar frá lofthæð og svo extra 1 cm frá stysta punkti þar sem þú mælir lengdina.

Gardínur - Svona mælir þú: breidd

Við hjá Kara Rugs hugsum gardínur þannig að við viljum gera þetta einfalt, fyrir okkur þýðir það staðlaðar breiddir og vera ekki sparsamur á efnið svo það myndist fallegar sveigjur(wave) eða að efnið falli vel við gólfið. Gardínurnar eru sérsaumaðar eftir þínum málum á lengdina og hægt er að velja á milli fjögurra staðlaða breidda.

Breidd 150 cm efnið er 150 cm a breidd og þekur mest útdregið 50 cm en dregið til hliðar þekur það um það bil 25 cm.

Breidd 300 cm efnið eru 300 cm á breidd en útdregið þekur það mest 100 cm og dregið til hliðar þekur það um það bil 45-50 cm.

Breidd 500 cm efnið er 500 cm á breidd en útdregið þekur það mest 165 cm en dregið til hliðar þekur það um það bil 60 cm.

Breidd 600 cm eru 600 cm á breidd útdregið þekur það mest 200 cm og til hliðar þekur það um það bil 60-65 cm.

Algengar spurningar um breidd á gardínum?

Getur maður sett saman mismunandi breiddir við sama gluggan?

Já auðvitað!

Það er mjög eðlilegt að púsla saman breiddum til að láta gardínur passa saman og flæða rétt. Eða ef það er minni vegg partur öðru megin þá er það mun náttúrulegra að mixa saman breiddum.

Ég er með glugga sem er 300 en svæðið sem ég vil að gardínan þekur er 330. Hvaða stærð hentar? Það er alltaf gott að skoða hvort að það sé til dæmis svala hurð eða hurð út í garð. Gott er að skoða rýmið vel og hvernig þú gengur um það. Stundum er betra ef mikill umgangur er um svæðið að taka einn væng sem þú getur fært í burtu þegar umgangur er mikill eða verið er til dæmis að grilla. En sumir vilja að hægt sé að draga jafnt frá og þá er betra að taka tvo vængi. Hér væri möguleiki að taka til dæmis saman 2x 500 cm vængi (hver þekur 165cm) eða 1x 600 cm og 1x 300 cm (600cm þekur 200 cm og 300cm þekur 100cm) en þá þekja vængirnir aðeins gluggann þegar dregið er fyrir. Ef viðskiptavinir eru óviss þá er alltaf hægt að koma til okkar í Askalind 4 eða senda tölvupóst á kararugs@gmail.com og fá ráðgjöf.

Gardínur - Svona hengir þú upp

Hér eru okkar bestu tips um það hvernig er best að hengja upp gardínurnar.

Við viljum að það sé eins einfalt og þæginlegt þegar keyptar eru sérsaumaðar gardínur frá okkur. Við
höfum því gert ferlið eins auðvelt og hægt er og þegar gardínurnar koma til þín þá tekur þú þær
einfaldlega upp og hengir upp á gardínu brautina. Þú byrjar frá endanum á gardínubrautinni og setur fyrsta krókin inn í brautina og svo raðar þú þeim hver á eftir öðrum þar til öll gardínan er komin upp.
Til þess að gardínan sé sem fallegust er gott ráð að gufa gardínurnar og þá sérstaklega efst við
brautina þar sem að það geta komið brot í svegjurnar (wave borðan) þegar gardínan er brotin saman eftir saum og í
flutningi. Gufa svo niður frá braut að gólfi þar til gardínan er slétt og fín. Síðasta tips er svo að spreyja lín vatni „linne vatten“ á gardínurnar þínar sem gefur gardínunum góða og
nýþvegna lykt og tilfinningu.

Gott er að hafa í huga að það getur tekið upp undir tvær vikur fyrir gardínur að setjast alveg þegar þær hafa verið hengdar upp.