nóvember 07, 2022 1 mínútur að lesa

Hildur Rut Ingimarsdóttir er bloggari á Trendnet og samfélagsmiðlafulltrúi hjá S4S. Hildur Rut heldur úti skemmtilegu matarbloggi á Trendnet og setur reglulega inn gómstætar uppskriftir og skemmtilega pósta um heimilið. Við kíktum til hennar síðsumars og mátuðum nokkrar mottur saman og fundum hina einu réttu fyrir þeirra stofu.

Hildur er mikill fagurkeri og sagði okkur að þannig hafi það verið frá því hún byrjaði að búa, óbilandi áhuga á fallegum hlutum enda elskar hún að nostra við heimilið. Fjölskyldan býr í nýlegu húsi í Kópavoginum og höfðu lengi verið að leita að réttu mottunni fyrir þeirra stofu. Við dökkgráan sófa og svart sófaborð langaði þeim að fá léttara yfirbragð á stofuna og fannst það tilvalið með ljósri mottu. 

Motturnar frá Kara rugs vöktu strax athygli hjá Hildi og eins og sést á myndunum þá smellpassar mottan í stofuna.

Mér fannst stofan taka miklum breytingum við það að fá þessa fallegu mottu en ég valdi ljósa Copenhagen bómulla mottu því mér fannst mynstrið svo einstaklega fallegt og fara vel við mína hluti. Til setja punktinn yfir i-ið fékk ég mér teppi og púða í ljósum lit.

Það er alveg magnað hvað motta, teppi og púðar geta breytt miklu í stofunni. Á óskalistanum hjá Hildi er núna dyramottan Arch eða Curve beige.