- Kara Rugs
- 0
Agnes Björgvinsdóttir er grunnskólakennari og förðunarfræðingur að mennt en starfar ekki við það í dag. Hún og kærastinn hennar eiga og reka saman litla vefverslun sem selur lífstílsvörur, Blank Reykjavík.
Við fluttum inn í íbúðina okkar í janúar á þessu ári eftir að hafa verið að leita okkur af íbúð í rúmt hálft ár. Við vorum ekki lengi að ákveða að þessi íbúð hentaði okkar þar sem íbúðin er mjög björt, vel skipulögð og það þurfti lítið að gera annað en að mála. Við máluðum alla íbúðina þegar við fluttum inn í samstarfi við Slippfélagið en ég var að leitast eftir mjúkum og hlýjum litum sem myndu faðma þig þegar þú kæmir inn. Það skiptir mig mjög miklu máli að hafa huggulegt í kringum mig og málning spilar stórt hlutverk í þeirri stemningu. Við máluðum veggi og loft í ¼ Truffla og ég hef aldrei séð eftir því vali. Liturinn er mjög breytilegur eftir birtu en alltaf svo hlýr án þess samt að verða gulur eða grár og fer vel með húsgögnunum okkar.
Foreldrar mínir eiga mottu frá Kararugs og mig var búið að dreyma lengi um að eignast mína eigin. Ég var hins vegar með valkvíða hvaða mottu ég ætti að velja áður en við keyptum íbúðina enda hver annarri fallegri og það hjálpar alls ekki við valið.
Ég hef séð mottur gjörbreyta rýmum og gera þau svo miklu huggulegri og svo er kostur hvað þær hljóðdempa. Það var ómetanlegt að fá aðstoð heim og geta mátað motturnar og gott dæmi um það er að mottan sem mig langaði upphaflega í endaði ég á að máta ekki einu sinni.
Mottan sem varð fyrir valinu heitir Copenhagen Beige og er fullkominn litur og áferð inn í rýmið. Stofan okkar er með stórum glugga svo það kemur mikil birta inn og öll húsgögnin okkar ljós, mottan dempar því aðeins stemminguna og gerir hana enn huggulegri. Það sem ég tók líka eftir er að liturinn á mottunni smitar einhvernvegin út frá sér og gráa parketið sem mér leist ekkert á þegar við fluttum inn er allt í einu orðið hlýlegra.
Agnes segir að óskalistinn hjá Kara Rugs sé nú bara orðin stærri eftir að hafa byrjað á að fá sér eina mottu. Agnesi langar að fá sér Púðaverið Copenhagen white í sófann og teppi eins langar hana í Key beige dyramottuna og ekki má gleyma að Arch white væri dásamleg í barnaherbergið.